Færsluflokkur: Bloggar
11.5.2007 | 13:22
Tölfræðiblekking?
Allir sem kunna eitthvað í tölfræði vita hversu auðvelt er að fá fyrir fram ákveðna niðurstöðu með réttu útreikningunu, og því minni markhópur, því auðveldara að fá þá niðurstöðu sem óskað er eftir.
Þrjú hundruð manna markhópur er jafn ábyrgur til að komast að því að fólk hóstar eftir að það er kitlað. Ábyrgist það.
Ekki að ég sé að rífast á móti niðurstöðunum, en að birta einhverjar svona tölur á 300 manna markhóp er ekkert nema léleg vinnubrögð.
Plús, ég er kannski smá biased, ég fíla munnmök
Munnmök ein ástæða krabbameins í hálsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2007 | 13:10
Risessur...
Hef vaknað hliðin á einni svoleiðis
Hrikalegt
Þúsundir fylgdust með risabrúðu á gönguför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 10:28
Markaðsstaða Íslands
Enn og aftur tekst okkur þetta.
Ég er uppalinn með víkingablóð (sem er bezt í heimi), frá barnæsku læri ég setningar eins og "íslenska lambakjötið er best í heimi", "fallegasta land í heimi", "besta vatn í heimi", "kókið er best á Íslandi", "fallegasta kvenfólkið" (sem er reyndar satt, veit ekki hvað ég gerði án fögru fljóðanna minna hér á frón).
Fyrir stuttu las ég grein í hinu merkilega riti Reykjavik grapewine, þar sem kom í ljós að Ísland sem vörumerki er frekar neðarlega á listanum, það er ekki nema norðurlöndin og túristar frá kína sem kannast almennilega við okkur og geta nefnt fossa landsins í stafrófsröð, aftur á bak!
Talið var að Ísland væri ekki nógu sterkt í að setja fram ákveðna stefnu í kynningarmálum, það er ekki nóg að hafa Björk og Sigurrós, það þarf að hafa meiri herferðir með allan þennan fisk sem við erum að flytja út, hvað með að styðjadeCode aðeins meira? EVE online auðvitað, ætli það viti einhver Bandaríkjamannana sem spila þann leik að hann er uppruninn í kjallara á Íslandi? (já ég sagði Bandaríkjamenn því þeir eru heimskir)
Auðvitað ekki, við erum ekki nógu nýmóðins þegar kemur að styrkingu þjóðarinnar sem vörumerki. Ísland á auðvitað að vera fremst, ég var að sjá einhverja yndislega framsóknar sjónvarpsauglýsingu þar sem talið var upp að Ísland er í 1. sæti á lista SÞ um atvinnuleysi þar sem það mælist minnst hjá okkur, og 2. sætið vegna lífsgæða og listinn hélt áfram og áfram (fyndið hvað þeim fannst þetta samt tengjast þeim?), við vitum öll að þetta grobb í okkur er ekki BARA grobb, heldur er sannleikur þarna, Ísland er æðislegt. Við höfum frábært velferðarkerfi, þótt ávallt megi breyta og bæta. Ég er rosalega ánægður með að vera Íslendingur, sérstaklega þar sem ég hugsa mikið um náttúruna í heild sinni, svo sem global warming og áhrif þess á líf okkar.
Við höfum ávallt verið í fremstu línu þegar það kemur að umhverfismálum(bara svo lengi sem við töpum ekki á því, hverjum er svo ekki skítsama um Kárahnjúka), og höfum barist fyrir því í áratugi að minnka útblástur CO2 í andrúmsloftið, Kyoto samningurinn, þarf ég að halda áfram?
Við erum svo stolt af okkur, fjandinn, ég er stoltur! En afhverju var ekki hægt að kreista 15 mill úr ríkissjóð með aukafjárlögum? Fjárfesting...portfolio baby, er núverandi stjórn orðin svo spennt að komast í frí að það er ekki einu sinni litið á að bæta land vort?
Með að halda Live-Earth tónleika á Klapratúni, hefði Ísland komist á kortið. Við viljum meina að við séum þar þegar, en innst inni þá vitum við öll að það er kjaftæði, við höfum álíka mikið að segja í heimsmálum og Danir(sem að núna segja allir kútsji-kú yfir myndum af nýrri prinsessu). Semsagt ekkert.
Í dag er ég ekki stoltur.
Hætt við Live Earthtónleika í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar